Hljómleikasalur

Kerid volcanic crater lake in Iceland

Í ágústmánuði 1987 voru haldnir hljómleikar ofan í eldgígnum, en fyrir þeim stóð Héraðssambandið Skarphéðinn. Hljómburðurinn þótti mjög sérstæður og var tónlistin flutt á bátum úti á vatninu.

Meðal þeirra sem komu fram voru Kristján Jóhannsson tenórsöngvari, Lára Rafnsdóttir píanóleikari, Kristinn Sigmundsson barítón, Jónas Ingimundarson píanóleikari, Ásgeir Steingrímsson trompeleikari, Björgvin Halldórsson söngvari, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og Erna Gunnarsdóttir.

Listamennirnir komu fram endurgjaldslaust og allur ágóði rann til styrktar Héraðssambandinu.

Magnaður hljómburður Kersins hefur oftar verið nýttur til tónleikahalds. Árið 2004 komu Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Ólafur Kjartan Sigurðsson og fleiri tónlistarmenn fram í Kerinu. Hljómleikarnir voru haldnir til styrktar samtökum sunnlenskra hestamanna.

Árið 2005 voru enn á ný haldnir stórtónleikar í Kerinu. Þar komu fram KK og Ellen Kristjánsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari, Ragnhildur Gísladóttir söngkona, Hreimur Heimisson söngvari,

Vignir Snær Vigfússon gítarleikari, söngdúettinn Hundur í óskilum og fleiri. Röð báta úti á vatninu myndaði svið fyrir listamennina og sú hlíð sem er grasi gróin var notuð sem áhorfendasvæði. Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka stóð fyrir hljómleikunum.